Monday, August 27, 2018

Dagur 6. 

Rólegheit í hinni undurfögru Carmel by the sea í dag.  Nenntum ekki einu sinni af hótelinu fyrr en undir hádegi.  Við getum alveg átt rólega daga ef einhver skyldi hafa haldið annað :-)

Röltum síðan um götur Carmel og skoðuðum hús og búðir og litum á veitingastaðina.  Þetta er einstaklega fallegur bær sem hefur þá sérstöðu að hér eru götur ekki í beinum línum og húsin af hinum fjölbreyttustu tegundum.  Hér eru krúttleg gamaldags hobbitahús en einnig risastórar villur sem kosta yfir hálfan milljarð.  Enduðum daginn á ströndinni alveg þar til skýin tóku yfirhöndina.  Hér er hitinn í kringum 18 gráður og léttskýjað.  Þetta hitastig hættir ekki að koma mér á óvart þannig að ég ræddi þetta við heimamann í dag. Svona er ströndin í Kaliforníu og það veðrur ekki heitara.  Þess vegna streyma hingað íbúar annars staðar í Bandaríkjunum sem sjá þetta hitastig í hillingum búandi kannski inn í landi þar sem hitinn er um eða yfir 40 stigum.

Borðum í dag á veitingastað í eigu Clint Eastwood sem er hér við hliðina á hótelinu.  Ein albesta nautasteik sem Lárus hefur borðað og hefur hann nú marga fjöruna sopið þegar kemur að nautakjöti.


No comments:

Post a Comment