Friday, August 31, 2018

Dagur 9

Verslunarferð í stóra mollið í Gilroy í dag.  Tókst alveg ágætlega ...

Keyrðum síðdegis til Mariposa sem er í útjaðri Yosemite þjóðgarðins en þar ætlum við að eyða deginum á morgun.

Ökuferðin hingað var hin skemmtilegasta þó hún væri líka kapphlaup við myrkrið því við reynum að forðast að þurfa að leita að hótelum í myrkrinu á kvöldin.  Þetta eru gríðarleg landbúnaðarhéruð og akrarnir sem hér eru engu líkir.   Keyrðum í gegnum breiður af maís og papríku, eplatrjám og kirsuberjatrjám, mættum bílum troðfullum af hvítlauk og keyrðum meðfram endalausum vínekrum.  Við skiljum alls ekki hvernig þessum gríðarlegu flæmum er sinnt og hvernig í ósköpunum þetta er allt saman týnt.  En miðað við magnið að mexíkósku vinnuafli sem við sjáum hér víða held ég að Trump ætti nú bara að þakka fyrir að einhvern nennir að vinna við þetta. 

En annars fannst okkur stór svæði þarna varla byggileg.  Jarðvegurinn er svo þurr og þykkt rykið liggur í loftinu og einhvern veginn yfir öllu sem maður sér.  Það hlýtur að gera mann brjálaðann að búa við þetta. 

Sáum einnig fjölda risastórra nautabúa þar sem hundruðir eða þúsundir nautgripa eru hafðir í stórum girðingum og ræktaðir til kjötframleiðslu.  Það er sérstakt að sjá þessar stærðir og miða þær svo við okkar aðstæður heima.  Þar er ekki líku saman að jafna. 

No comments:

Post a Comment