Wednesday, August 22, 2018

Dagur 1.

Það er ansi gott að fljúga út síðdegis í stað þess að þurfa að rífa sig upp um miðja nótt til að keyra til Keflavíkur illa sofin og úrill.  Í þetta sinn var þetta ósköp þægilegt, flugið kl. 17 og við aldrei þessu vant tímanlega í þessu þar sem við fengum far til Reykjavíkur og tókum rútu þaðan út á flugvöll.  Núna er fjölskyldan aldrei þessu vant hálfbíllaus þar sem gamli Volvo fer nú að safnast til feðra sinna og bílinn hans Alberts bilaður.  Albert varð að ganga fyrir að þessum eina gangfæra bíl á Heiðmörkinni enda hann nýbyrjaður í skóla svo það var mikilvægara en okkar ferð í dag. 

Flugið hingað til San Fransisco tók rétt tæpa 9 tíma og var aðallega markvert fyrir þær sakir að við sáum/hittum enga aðra Íslendinga í vélinni.  Held raunverulega að það hafi ekki verið neinir aðri landar á ferð.  SFO flugvöllurinn er lítill og þægilegur allavega terminal 1 sem Icelandair nýtir.   Leigubíll var síðann snöggur inn í miðborg en þar erum við á ágætis hóteli nálægt Union Square sem er að því að mér sýnist miðpunktur borgarinnar.  Við löbbum þangað á innan við 10 mínútum.  Við vorum komin hingað út síðdegis þannig að fyrsta kvöldið var kvöldmatur á Union Square látinn duga og aðeins rölt um nágrennið. 

No comments:

Post a Comment