Flugið hingað til San Fransisco tók rétt tæpa 9 tíma og var aðallega markvert fyrir þær sakir að við sáum/hittum enga aðra Íslendinga í vélinni. Held raunverulega að það hafi ekki verið neinir aðri landar á ferð. SFO flugvöllurinn er lítill og þægilegur allavega terminal 1 sem Icelandair nýtir. Leigubíll var síðann snöggur inn í miðborg en þar erum við á ágætis hóteli nálægt Union Square sem er að því að mér sýnist miðpunktur borgarinnar. Við löbbum þangað á innan við 10 mínútum. Við vorum komin hingað út síðdegis þannig að fyrsta kvöldið var kvöldmatur á Union Square látinn duga og aðeins rölt um nágrennið.
No comments:
Post a Comment